FBI hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart vefveiðum sem eru látnar líta út sem öruggar vefsíður og innihalda öryggisskírteini eða HTTPS

FBI hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart vefveiðum sem eru látnar líta út sem öruggar vefsíður og innihalda öryggisskírteini eða HTTPS

01.07.2019


FBI hefur gefið út viðvörun þess efnis að alltof margir vefnotendur líti ssvo á að vefsíður sem styðjast við öryggisskírteini eða HTTPS séu traustar. Í ljósi þess hversu auðvelt það sé að vera sér út um slík skírteini, þá er nauðsynlegt að vera vel á varðbergi og leita t.d. eftir stafsetningarvillum í vefslóð, hugsa sig aðeins um áður en smellt er á viðhengi eða vefslóð og setja upp tveggja þátta auðkenningu allsstaðar þar sem slík þjónusta er í boði. 


Það er engu að síður mjög mikilvægt að vefsíður notist við HTTPS sem sér til þess að samskipti milli notenda og vefsíða séu dulkóðuð.


Sjá nánar: https://nakedsecurity.sophos.com/2019/06/12/fbi-warns-users-to-be-wary-of-phishing-sites-abusing-https/

 

Til baka