Yfir 90% af gagnaflutningum milli tengdra tækja (IoT) eru ekki dulkóðuð

Yfir 90% af gagnaflutningum milli tengdra tækja (IoT) eru ekki dulkóðuð

18.06.2019

Í nýrri úttekt á öryggi milljóna tenginga frá IoT tækjum sem eru í notkun hjá stórfyrirtækjum kom í ljós að yfir 90% þeirra nota ekki dulkóðuð samskipti við gagnaflutninga. Til þessara tækja teljast m.a. vinsæl smátæki s.s. öryggismyndavélar, snjallúr, prentarar og nettengd lækningatæki. Öryggi gagnasamskipta við slíkan búnað er því enn ábótavant. Skortur á dulkóðun í samskiptum við tengd tæki gerir óprúttnum aðilum mun auðveldara fyrir að lesa gagnasamskipti slíkra tækja eða breyta þeim.

Til baka