Veikleikar í RDP fjarstjórnun Windows kerfa

Veikleikar í RDP fjarstjórnun Windows kerfa

29.05.2019

Alvarlegur öryggisgalli í s.k. RDP fjarstjórnarbúnaði Windows kerfa hefur verið uppgötvaður. Öryggisgallinn sem gengur undir nafninu BlueKeep gerir að verkum hægt er að náð stjórn á kerfum með opnar RDP þjónustur á Internetinu án nokkurrar aðkomu notenda. Því er talin hætta á að óprúttnir aðilar nýti BlueKeep veikleikann í að smíða spillikóða, s.k. orma, sem geta breitt sig út á miklum hraða um internetið. Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslur, þ.m.t. fyrir nokkrar gerðir eldri stýrikerfa sem að jafnaði eru ekki studd í dag.

Mjög mikilvægt er að notendur nýti sér uppfærslur til að tryggja sem best öryggi sinna kerfa.

Sjá nánar á vef CERT-ÍS.

 

Til baka