Öryggisgallar uppgötvaðir í örgjörvum

Öryggisgallar uppgötvaðir í örgjörvum

17.05.2019

Alvarlegir öryggisgallar í örgjörvum, kallaðir Meltdown og Spectre, voru í fréttum í upphafi árs 2018. Veikleikarnir gátu gert óprúttnum aðilum kleift að lesa úr minni örgjörvans viðkvæmar upplýsingar svo sem dulkóðunarlykla og voru því taldir mjög alvarlegir. Nú hafa komið í ljós nýir veikleikar af svipuðum toga og má m.a. lesa um þá í viðvörun CERT-IS.

Framleiðendur eru flestir að vinna að uppfærslum sem vega á móti þessum veiklekum. Uppfærslur eru eins og áður ein besta vörn notenda gegn árásum.

 

Til baka