Endurbættur upplýsingavefur um netöryggi í loftið í júní 2019

Endurbættur upplýsingavefur um netöryggi í loftið í júní 2019

21.03.2019

Netöryggi er vaxandi áhyggjuefni og hættan á að verða fyrir tjóni sem tengist veru okkar og notkun á nettengdum tækjum og búnaði eykst sífellt.

Af því tilefni er unnið að uppfærslu og endurbótum á vefnum www.netoryggi.is.

Á vefnum verður að finna umfangsmiklar upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig notendur geta varið sig og tækin sín fyrir óprúttnum aðilum á vafri sínu um veraldarvefinn.

Þar er að finna gátlista um hvað bera að varast, leiðbeiningar, gagnlegt tenglasafn og myndbönd sem fjalla um netöryggi frá ýmsum hliðum.

Endilega kynnið ykkur efni vefsins og dreifið upplýsingum um hann. Saman erum við öruggari.

Til baka