Lögreglan varar við nýrri tegund netglæpa

Lögreglan varar við nýrri tegund netglæpa

20.03.2019

 LRH birti nýlega færslu á Facebook síðu sinni þar sem fjallað er um enn eina útgáfuna af tölvupóstssvindli, þar sem viðtakendur eru látnir halda að þeir séu hluti af rannsókn CIA á barnaklámshring. 

í færslunni segir: 

"Þetta er fjölpóstur og ekki hafa áhyggjur, póstinum fylgir ekki óværa og ekki gera neitt. Hann er sendur til að vekja hræðslu í von um að fólk borgi af ótta en ekkert er hæft í efni póstsins og ef vel er gáð þá má sjá að pósturinn er uppruninn í Gabon, Mið-Afríku Lýðveldinu, Malí eða öðru ríki og hefur ekkert með CIA að gera."

Hægt er að fylgjast með Lögreglunni á Facebook hér: https://www.facebook.com/logreglan/

 

Til baka