Office 365 vefveiðar herja á netnotendur

Office 365 vefveiðar herja á netnotendur

31.01.2019

Netöryggissveitin CERT-IS hefur gefið út viðvörun vegna Office 365 vefveiða sem herja á netnotendur. Office 365 er eitt vinsælasta samvinnukerfið í notkun í dag, þ.m.t. mikið nota á Íslandi, og því eftir miklu að slægjast fyrir óprúttna aðila sem sækjast eftir að komast yfir aðgang notenda. Mikilvægt er að sýna aðgát þegar berast tölvupóstar þar sem notendur eru með einhverjum hætti beðnir um aðgangsupplýsingar sínar. Mælt er með að tveggja þátta auðkenningu sé beitt á allar Office 365 notendareikninga og reyndar á sem flesta netreikninga.

Sjá nánar á vef CERT-ÍS

Til baka