Nokkur góð ráð

  • Gagnalekar eru því miður tíðir atburðir þar sem notendanöfn og jafnvel lykilorð grunlausra notenda er lekið á netið. 
  • Taktu reglulega öryggisafrit af einkagögnum.
  • Mikilvægt að uppfæra allan búnað reglulega og fylgjast sérstaklega með öryggisuppfærslum.
  • Oft fylgja viðhengi með spillikóða með tölvupósti eða hlekkir í texta vísa á slíkt. 
  • Varastu gylliboð.

Passaðu upp á lykilorðin þín

Gagnalekar eru því miður tíðir atburðir þar sem notendanöfn og jafnvel lykilorð grunlausra notenda er lekið á netið. Þetta þýðir að lykilorðið þitt gæti verið opinberað án þinnar vitneskju. Þó svo að það sé lítið við þessu að gera að þá er samt hægt að minnka áhættu sína með því að temja sér ákveðnar varúðarráðstafanir svo sem að beita tveggja þátta auðkenningu og lykilorðabönkum til að auðveldara sé að nota góð og einstök lykilorð.

Taktu regluleg öryggisafrit

Taktu reglulega öryggisafrit af einkagögnum, svo sem fjölskyldumyndum, og geymdu á öruggum stað hvort sem er á utanáliggjandi hörðum disk, minnislykli eða skýjaþjónustu. Bilanir í diskum og öðrum íhlutum tölva eru því miður óhjákvæmilegar. Einnig er talsvert um gagnagíslatöku (ranwomware) árásir og þá gott að eiga afrit af dýrmætum gögnum.

Uppfærðu búnaðinn þinn reglulega

Öryggi tölva og hugbúnaðar tekur sífelldum breytingum með uppgötvun nýrra veikleika og öryggisbresta. Þar af leiðandi getur öruggur búnaður dagsins í dag gert notendur berskjalda fyrir tölvuárásum á morgun með nýjum uppgötvunum. Þess vegna er afar mikilvægt að uppfæra allan búnað reglulega og fylgjast sérstaklega með öryggisuppfærslum.

Varaðu þig á viðhengjum og hlekkjum

Ein algengasta dreifileið spillikóða (malware) í dag, þ.e. vírusa og annarar sambærilegrar óværu, er tölvupóstur og samfélagsmiðlar. Oft fylgja viðhengi með spillikóða með tölvupósti eða hlekkir í texta vísa á slíkt. Varastu að opna slík viðhengi eða smella á hlekki nema þú þekkir sendandann og eigir von á gögnum frá honum. Mælt er með að setja upp góða endabúnaðsvörn (vírusvörn) á tölvunni þinni og halda henni uppfærðri eins og öllum hugbúnaði. 

Varstu gylliboð

Oft berast hin ýmsu tilboð og tækifæri á netinu sem sum hver virðast of góð til að vera sönn. Slík gylliboð geta reynst dýrkeypt ef maður stenst ekki mátið og því er mikilvægt að hafa það hugfast að þetta er algeng leið til fjársvika eða annara sambærilegra glæpa. Í þessum tilvikum er æskilegt að sýna aðgát og gagnrýna hugsun í stað þess að bíta á agnið. Forðastu jafnframt að smella á hvers konar netvísanir sem koma þér spánskt fyrir sjónir.