Lykilorðabankar (Password Managers)

Í daglegu lífi notum við flest lykilorð til að auðkenna okkur á netinu, hvort sem það er fyrir tölvupóst, samfélagsmiðla og margt fleira sem netið kann að bjóða uppá. Þegar það kemur að því að velja gott og öruggt lykilorð þá flækjast hlutirnir enda ýmislegt sem þarf að huga að. Sérstaklega er erfitt að muna mörg flókin lykilorð. Þar koma lykilorðabankar til sögunnar.

Lykilorðabankar (Password Managers) eru þjónustur sem eru hannaðar til að halda utan um lykilorð fyrir notendur. Þessar þjónustur eru ýmist aðgengilegar í gegnum netið eða staðbundið á tækjum. Fjölmargir aðilar bjóða upp slíkan hugbúnað og lausnirnar í boði eru jafn mismunandi og þær eru margar. 

Hver og einn þarf að vega og meta kosti og galla þess að treysta á lykilorðabanka og geta þannig hæglega nýtt sterk og einstök lykilorð á allar sínar þjónustur, á móti því að endurnýta færri og einfaldari lykilorð sem auðveldara er að muna.