Góðar venjur við meðferð lykilorða

Í daglegu lífi notum við flest lykilorð til að auðkenna okkur á netinu, hvort sem það er fyrir tölvupóst, samfélagsmiðla og margt fleira sem netið kann að bjóða uppá. Góð og sterk lykilorð eru mikilvægur öryggisþáttur. Ígrundaðu vel hvað gæti gerst ef ókunnugur kæmist inn undir þínu nafni. Þegar það kemur að því að velja gott og öruggt lykilorð þá flækjast hlutirnir enda ýmislegt sem þarf að huga að.
 
Veldu því góð lykilorð og láttu þau aldrei uppi. Gott lykilorð er
  • langt - minnst 12 stafir
  • ófyrirsjáanlegt - byggir ekki á þekktum orðum eða orðasamböndum s.s. nafni þínu, kennitölu, símanúmeri eða uppáhalds íþróttafélagi
  • flókið - inniheldur sem flesta flokka tákna (hástafir, lágstafir, tölur og tákn)
  • einstakt – ekki notuð á öðrum stöðum 
Mikilvægt er að skipta reglulega um lykilorð, þó ekki svo oft að það komi niður á örygginu. Eins og svo oft í tölvuöryggi er nauðsynlegt að fara vandrataðan milliveg milli þess sem er öruggt og þægilegt. Ef við skiptum of oft um lykilorð er hætta á að við veljum stutt og óöruggt sem er einfaldara að muna. Til að sporna gegn því er rétt að skoða möguleikann á að nota lykilorðabanka
 

Með því að nota sterk lykilorð má meðal annars minnka hættuna af lykilorðalekum sem eru mjög tíðir um þessar mundir, en ein besta leiðin til að lágmarka skaða sem slíkir lekar valda er að forðast að endurnýta lykilorð milli mismunandi vefþjónusta. 

Leiðbeiningar um smíði og meðferð lykilorða er meðal annars að finna hjá Google.