Ráðleggingar

Radleggingar

Nokkur góð ráð

Öryggi tölva og hugbúnaðar tekur sífelldum breytingum með uppgötvun nýrra veikleika og öryggisbresta. Þar af leiðandi getur öruggi hugbúnaður dagsins í dag gert notendur berskjalda fyrir tölvuárásum á morgunn með slíkum uppgötvunum. Þess vegna er afar mikilvægt að uppfæra tölvu- og hugbúnað reglulega.

Tvíþætt auðkenning

Þegar tölvuglæpamenn hafa komist yfir lykilorð okkar þá er lítið mál fyrir þá að komast inn í þau kerfi sem við notum dags daglega. Þetta getur verið allt frá tölvupósti yfir í aðgang okkar að tiltekinni þjónustu eða samfélagsmiðlum. Oft þegar við missum slíkan aðgang eru okkar persónugreinanlegu gögn tekin eða okkar nafn notað í meinfýsnum tilgangi.

Lykilorðabankar

Í daglegu lífi notum við flest lykilorð til að auðkenna okkur á netinu, hvort sem það er fyrir tölvupóst, samfélagsmiðla og margt fleira sem netið kann að bjóða uppá. Þegar það kemur að því að velja gott og öruggt lykilorð þá flækjast hlutirnir enda ýmislegt sem þarf að huga að.

Góðar venjur við meðferð lykilorða

Í daglegu lífi notum við flest lykilorð til að auðkenna okkur á netinu, hvort sem það er fyrir tölvupóst, samfélagsmiðla og margt fleira sem netið kann að bjóða uppá. Góð og sterk lykilorð eru mikilvægur öryggisþáttur. Ígrundaðu vel hvað gæti gerst ef ókunnugur kæmist inn undir þínu nafni. Þegar það kemur að því að velja gott og öruggt lykilorð þá flækjast hlutirnir enda ýmislegt sem þarf að huga að.