Beint á efni síðunnar

Vernd á fésbók

Reikna má með að varnir gagnagrunns fésbókar sé eins og best verður á kosið. En eins og alltaf með gögn sem geymd eru á Netinu, er sú hætta fyrir hendi að tölvuþrjótar nái hluta gagna grunnsins með innbroti og hugsanlega afriti hann allan.

Hafðu í huga að ekki er víst að saklaust glens í dag, eða yfirlýsing um sannfæringu þína, séu svo saklaus á morgun. Gildir einu þótt þú eyðir upplýsingum eða afskráir þig, upplýsingar sem þú sendir öðrum notendum lifa meðan þeir eyða þeim ekki.

Mikilvægt er að kynna sér  meginreglur og persónuverndarstefnu fésbókar og fylgjast með þeim breytingum sem þar eru gerðar.

Góð ráð

  • Veldu gott lykilorð og láttu það aldrei uppi. - Ígrundaðu vel hvað gæti gerst ef ókunnugur kæmist inn undir þínu nafni, eða nafni vinar þíns. 
  • Vandaðu allt sem þú segir og gerir
  • Lærðu vel á þær stillingar er snúa að hverjir geta fundið þig, lesið skoðanir þínar, séð myndefni o.fl.
  • Viss aukahugbúnaður (Applications) getur verið varasamur, t.d. Secret Crush þar sem forritarinn komst í gögn notenda.
  • Vertu vakandi fyrir því sem þú birtir.
  • Sýndu ekki aðra ímynd en þú ert undir venjulegum kringumstæðum. - Vafasamar myndir eða vanhugsaðar tilvísanir geta komið sér illa t.d. þegar sótt er um vinnu.
  • Veirur fylgja stundum slóðum sem eru birtar á fésbók, sem t.d. áframsenda slóðir til vina þinna og gerir þá að smitberum.
  • Notendur ættu ekki að birta efni sem brýtur gegn höfundarétti
  • Skoðaðu Spurt og svarað á fésbók
Leita