Beint á efni síðunnar

Veiruvörn (Virus Protection)

Á meðan eldveggurinn hindrar óumbeðna netumferð, þá laumast veirurframhjá með innihaldi netumferðarinnar svipað og þegar dyravörður hleypir boðsgestum inn en leitar ekki á þeim. Þessu er mikilvægt að bregðast við með hugbúnaði sem nefnist veiruvörn, sem má segja að "gegnumlýsi" umferðina. Þær eru að öllu jöfnu ekki innbyggðar í stýrikerfi tölva í dag og þarf að kaupa sérstaklega.

Góð ráð
  • Notaðu veiruvarnir frá viðurkenndum og þekktum framleiðendum
  • Oftar en ekki eru keyptar veiruvarnir vandaðri en þær sem eru ókeypis
  • Farðu vel yfir allar stillingar veiruvarnarinnar. - Oftast virka sjálfvalin gildi best (Default).
  • Oft eru til nokkrar útgáfur frá sama framleiðanda. Grunn útfærslan er veiruvörn og hins vegar fylgir meira með, s.s. eldveggur ognjósnavörn sem er ekki þörf á þegar notuð eru stýrikerfi sem hafa slíkt innbyggt.
  • Tryggðu að veiruvörnin sé alltaf virk og uppfæri sjálfkrafa nýjustu endurbætur
Leita