Beint á efni síðunnar

Njósnavörn (Anti-Spyware)

Njósnaforrit hafa það markmið að fylgjast með hegðun notanda á veraldarvefnum. Þau senda upplýsingarnar í kyrrþey til óprúttinna aðila á Netinu, svo sem yfirlit um sóttar vefsíður, áhugamál notenda og fleira. Þau komast oft í tölvur með óviðurkenndum hugbúnaði.

Góð ráð
  • Notaðu njósnavarnir frá viðurkenndum og þekktum framleiðendum
  • Oftar en ekki eru keyptar njósnavarnir vandaðri en þær sem eru ókeypis
  • Farðu vel yfir allar stillingar njósnavarnarinnar. - Oftast virka sjálfvalin gildi best (Default).
  • Njósnavarnir má oft kaupa saman með veiruvörn
  • Tryggðu að njósnavörnin sé alltaf virk og uppfæri sjálfkrafa nýjustu endurbætur
  • Í nýrri stýrikerfum eru njósnavarnir byggð inn og þarf ekki að kaupa sérstaklega
Leita