Tilraunir til fjárkúgunar með netsvindli

fjarkugun
Í dag er algengt að fólki berist tölvupóstar þar sem gerðar eru tilraunir til fjárkúgunar með ýmsum hætti. Undanfarið hafa s.k. "sextortion" tilraunir verið algengar þar sem fram kemur að brotist hafi verið í tölvupóst og/eða tölvu viðtakandans, fylgst hafi verið með klámáhorfi hans og myndskeið tekið af honum í gegnum vefmyndavél. Viðtakandanum er tilkynnt að borgi hann ekki tiltekna fjárhæð með rafmynt verði myndskeiðið sent á tengiliði hans s.s. ættingja og vinnufélaga. Að öllum líkindum eru þessar hótanir innihaldslausar og því engin ástæða til að greiða gjaldið. 
 
Yfirleitt er önnur af tveimur aðferðum notuð til að gera tölvupóstinn trúlegri. Oft er haus tölvupóstsins falsaður til að láta líta út fyrir að hann hafi verið sendur úr tölvupósthólfi viðtakandans. Auðvelt er að falsa haus tölvupóstsins ef rekstraraðili póstþjónustunnar auðkennir hann ekki. Í öðrum tilfellum er notandanafn og lykilorð viðtakandans birt í tölvupóstinum. Þessar upplýsingar eru yfirleitt teknar úr gagnalekum þar sem upplýsingum er stolið úr vefþjónustum. Þar sem algengt er að fólk noti sömu notandanöfn og lykilorð á mismunandi vefþjónustum gæti viðtakandinn trúað því að brotist hafi verið inn í tölvu hans eða tölvupóst. Til að verjast þeirri hættu að óprúttnir aðilar komist inn í þinn tölvupóst er nauðsynlegt að halda vel utan um lykilorð og virkja tvíþætta auðkenningu ef mögulegt.
 
 

 

Góð ráð við að verjast fjárkúgunartilraunum

Haldið vel utan um notednaupplýsingarnar ykkar

Notið sterk og einstök lykilorð á allar nettendar þjónstur. Það kemur í veg fyrir að leki á notendaupplýsingum þínum af einni þjónustu hafi áhrif á öryggi allra annarra sem þú notar. Nota má lykilorðabanka til að auðvelda sér að halda utan um einstök lykilorð. Ef þið fáið tölvupóst sem inniheldur ykkar notendanafn og virkt lykilorð er nauðsynlegt að fara í gegnum allar þjónustur þar sem það lykilorð kann að hafa verið notað og breyta því án tafar. 

Verið gagnrýnin á staðhæfingar í tölvupósti frá ókunnugum

Farið verið tortryggin á upplýsingar sem þið fáið í tölvupósti frá ókunnum aðilum. Líklegt er að staðhæfingar um upplýsingar sem viðkomandi hefur undir höndum séu tilhæfulausar.