Hættur

netoryggi
Tengd tæki
Í dag eru heimilistæki að verða sífellt tölvuvæddari, með það að markmiði að auka þægindi á heimilinu. Því miður eykur þetta líka möguleika meinfýsinna aðila til að framkvæma stafræn innbrot, svo það er mikilvægt að heimili séu vel undirbúin.
 

Vefveiðar hefjast oft með tölvupósti sem virðist koma frá þekktu fyrirtæki og getur verið illmögulegt að greina fölsunina. Í póstinum er hlekkur sem leiðir notandann áfram á falska vefsíðu þar sem reynt er að blekkja notandann til að slá inn persónuupplýsingar s.s. notendanafn, lykilorð eða greiðslukortaupplýsingar.

Gagnagíslataka (ransomware) 
Gagnagíslataka eða “ransomware” er ein algengasta og skaðlegasta tegund árása sem 
stafar að notendum Internetsins. Í slíkri árás eru gögn á tölvunni þinni dulkóðuð og verða ónýtanleg þar til búið er að greiða “lausnargjald” sem getur verið umtalsverð upphæð.
 
Sífellt berast fréttir af stórum gagnalekum þar sem viðkvæmar upplýsingar notenda komast í hendur óprúttinna aðila. Getur verið um að ræða upplýsingar svo sem aðgangs og bankaupplýsingar. Mikilvægt er að vera á varðbergi og gera ráðstafanir til að verjast afleiðingum slíkra leka.
 
Símasvik
Símasvik af ýmsu tagi hafa verið algeng að undanförnu. Þar á meðal eru símtöl frá aðilum sem þykjast vera starfsmenn Microsoft og bjóðast til að laga vandamál í tölvunni þinni. Markmið þeirra er oftast að ná aðgangi yfir tölvunni þinni til að misnota hana en einnig að komast yfir kreditkortanúmer og aðrar persónuupplýsingar.
 
Tilraunir til fjárkúgunar með netsvindli
Í dag er algengt að fólki berist tölvupóstar þar sem gerðar eru tilraunir til fjárkúgunar með ýmsum hætti. Að öllum líkindum eru þessar hótanir innihaldslausar og því almennt ekki ástæða til að greiða gjaldið. Þó er ástæða til að huga að öryggi mikilvægra reikninga svo sem vefpósts.