Beint á efni síðunnar

Eldveggir

  • NAT = Network Address Translation - oft notað í öryggisskyni til að fela hið rétta IP númer tölvu á einkaneti, en með sömu tenginúmer (port number), þegar hún tengist Netinu.
  • PAT = Port Address Translation - oft notað þegar nokkrar tölvur á einkaneti tengjast Netinu frá einu og sama IP númerinu en með mismunandi tenginúmerum, þ.e. virðast koma frá einni og sömu tölvunni. Er gert í öryggisskyni með að fela hin réttu IP númer og eins til að spara IP númer þegar tengst er netþjónustuveitu.
  • Masquerading = PAT.
  • Stateful Packet Inspection firewall - kvikleg pakkasíun í eldvegg sem gerir sér grein fyrir þeim IP samskiptum sem eru í gangi og opnar fyrir og lokar á það sem við á.
  • Demilitarized Zone (DMZ) - hlutlaust netsvæði milli Netsins og innra staðarnetsins. Milli Netsins og svæðisins er eldveggur og annar milli svæðisins og innra staðarnetsins en í sama tækinu. Tæknin gerir erfiðara að brjótast áfram inn á viðkvæmar vélar staðarnetsins ef á annað borð hefur tekist að brjótast inn á vélar hlutlausa svæðisins sem eru yfirleitt þjónustuvélar.
  • Denial-of-service (DoS) - miðlunarsynjun - netárás með stöðugu og hröðu streymi vissra IP gagnapakka, frá einni vél eða fleiri, í þeim tilgangi að "kæfa" tiltekna netþjónustu/tölvu tímabundið.
  • VPN Endpoint - eldveggurinn getur tengst sýndartengingu inn á fyrirtækjanet gegnum Netið.
  • IPSec VPN tunnel - eldveggurinn getur myndað sýndarráspípu inn á fyrirtækjanet gegnum Netið með IPSec dulkóðunarstaðlinum.
  • IPSec passthrough - eldveggurinn getur hleypt IPSec IP pökkum óhindrað í gegn.
Leita