Beint á efni síðunnar

Hér má sjá hvaða aðilar eru skráðir fyrir IP-númerum. Nota skal RIPE rétthafaskránna fyrir IP-númer á Íslandi.

Leit að rétthafa IP-númera (WHOIS rétthafaskrár)

  • Ripe Whois Database - RIPE (Reséaux IP Européens) - Evrópa, Rússland og Miðausturlönd
  • AfriNic Whois Database - AfriNic (Africa´s Internet Address Registry) - Afríka og nokkrar eyjar á Indlandshafi
  • APNIC Whois Database - APNIC (Asia Pacific Network Information Centre) - Asía og Ástralía
  • ARIN Whois Database - ARIN (American Registry for Internet Numbers) - Norður-Ameríka, Kanada og eyjar í kring
  • LACNIC Whois Database - LACNIC (Latin America and Carribean Internet Address Registry) - Suður-Ameríka

Ef netþjónustufyrirtæki hefur endurúthlutað IP-númeri til síns viðskiptamanns, og hefur ekki skráð nafn hans bakvið IP-númerið í rétthafaskrá, þá kemur það fram undir nafni netþjónustufyrirtækisins. Almennt skrá þau ekki nöfn viðskiptamanna sem hafa færri samhangandi IP-númer en fimm, sem á við um flesta einstaka ADSL notendur.

Íslensk netþjónustufyrirtæki afhenda ekki upplýsingar um IP-númer viðskiptamanna sinna, né nafn viðskiptamanns bakvið IP-númer án dómsúrskurðar. Lögreglan hefur þó sérstaka heimild í lögum til að afla slíkra upplýsinga án dómsúrskurðar þegar um er að ræða rannsókn á opinberum málum, þ.e.a.s. þegar kæra hefur verið lögð fram.

Leita