Október CTF 2020

CERT-IS, í samstarfi við SANS, stóð fyrir netöryggisáskorun – Capture the Flag (CTF) í október 2020 í tilefni netöryggismánaðar. CTF áskorunin hófst kl 16:00 þann 23. október og lauk kl 16:00 þann 25. október 2020. Keppnin fór fram á Tomahawque kerfi SANS.

Keppnir sem þessar eru frábært tækifæri fyrir alla sem vinna í upplýsingaiðnaðinum til að læra hvernig eigi að hugsa eins og tölvuþrjótur. Það gefur dýrmæta innsýn inn í veikleika og holur sem vilja oft gleymast en tölvuþrjótar nýta sér ítrekað til að brjótast inn. 

SANS er eitt stærsta fyrirtæki heims í þjálfun og vottun starfsmanna sem vinna að öryggi upplýsingakerfa, hvort sem starfsmenn vinna við gerð öryggisúttekta og greiningar á veikleikum eða þeirra sem standa vörð um öryggi og rekstur tölvukerfa.

Reynslan sem starfsmenn SANS býr yfir nær vítt og breytt og eru þeir vinsælir fyrirlesarar á helstu öryggisráðstefnum heims. Eins og við mátti búast var um að ræða skemmtilegar og krefjandi þrautir. Alls tóku 23 aðilar þátt í keppninni og í 16 liðum. Topp 10 listinn er hér fyrir neðan.

SætiLiðStigLokið
1Team fjellape
9243
89%
2Team hakk og spaghetti
8144
83%
3Team CERT-IS
6644
77%
4Team kvj529366%
5Noobs of Iceland349363%
6Team AssBlaster299446%
7NSA204446%
8Team Essemmess144937%
9Team SomeRandomGuy115029%
10Team ImGoing100029%