Október CTF 2020

CERT-IS, í samstarfi við SANS, stendur fyrir netöryggisáskorun – Capture the Flag (CTF) nú í október í tilefni netöryggismánaðar. CTF áskorunin hefst kl 16:00 þann 23. október og lýkur kl 16:00 þann 25. október 2020.

Forskráning er hér og verður sendur póstur á áhugasama þegar skráning í keppnina sjálfa hefst. 

Keppnin fer fram á Tomahawque kerfi SANS en sérstakur skráningarkóði fyrir viðburðinn verður sendur þeim sem forskrá sig. Til að taka þátt þarf að setja upp sýndarvél að eigin vali s.s. Slingshot eða Kali Linux

Keppnir sem þessar eru frábært tækifæri fyrir alla sem vinna í upplýsingaiðnaðinum til að læra hvernig eigi að hugsa eins og tölvuþrjótur. Það gefur dýrmæta innsýn inn í veikleika og holur sem vilja oft gleymast en tölvuþrjótar nýta sér ítrekað til að brjótast inn. 

SANS er eitt stærsta fyrirtæki heims í þjálfun og vottun starfsmanna sem vinna að öryggi upplýsingakerfa, hvort sem starfsmenn vinna við gerð öryggisúttekta og greiningar á veikleikum eða þeirra sem standa vörð um öryggi og rekstur tölvukerfa.

Reynslan sem starfsmenn SANS býr yfir nær vítt og breytt og eru þeir vinsælir fyrirlesarar á helstu öryggisráðstefnum heims. Það má því búast við skemmtilegum þrautum frá þeim í þessari keppni og eru allir sem starfa í upplýsingatækni hvattir til að skrá sig til leiks.