2018-10-07 - Vefveiðar í nafni lögreglu

Vefveiðapóstur (phishing) gengur nú í nafni lögreglunnar. Varað er við að smella á hlekk í póstinum eða opna viðhengi.

Vísar:

  • Lén:  logregIan.is
  • Slóð: hxxps[:]//rannsoknar.logregIan.is/rannsoknir/skyrslutokur/malsgogn/

Efni póstsins er eftirfarandi:

Góðan daginn
Þér hefur borist þessi tölvupóstur frá Rannsóknalögreglunni á Höfuðborgasvæðinu vegna boðs í skýrslutöku þann 30. Október klukkan 17:00, Lögreglustöðinni á Hverfisgötu 113.
Þér ber skylda að mæta og við krefjumst þess að það sé mætt tímanlega og ef ekki er mætt má búast við handtökuskipun ef þess þarf, það fer hinsvegar eftir alvarleika hvers máls og um hvað hvert mál varðar.
Þú átt rétt á verjanda og hafa hann á meðan skýrslutöku stendur, ef þess ber að nýta má huga að því tímanlega.

Hægt er að fara á vefslóð okkar og nálgast gögn um útgefna kæru og boðs í skýrslutöku með því að skrá inn kennitölu og auðkennisnúmer sem er meðfylgjandi í þessum tölvupósti.
Vefslóð : hxxps[:]//rannsoknar.logregIan.is/rannsoknir/skyrslutokur/malsgogn/

Auðkennisnúmer : 759f7d91

( ATH. Afrita skal auðkennislykil og líma á hlekk þegar spurt er um auðkenni ).

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Vegna nýjungs í kerfi LRH eru boðanir og kærur gefnar nú út á rafrænu formi og sendar út í tölvupóstfang landsmanna.
Rannsóknalögreglan á Höfuðborgasvæðinu
-Hverfisgata 113, 105 Reykjavík